Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Kamala Harris verður varaforsetaefni Biden

epa07051990 US Senator Kamala Harris (D-CA) questions Dr. Christine Blasey Ford (unseen) during the Senate Judiciary Committee hearing on the nomination of Brett Kavanaugh to be an associate justice of the Supreme Court of the United States, on Capitol Hill in Washington, DC, USA, 27 September 2018. US President Donald J. Trump's nominee to be a US Supreme Court associate justice Brett Kavanaugh is in a tumultuous confirmation process as multiple women have accused Kavanaugh of sexual misconduct.  EPA-EFE/JIM BOURG / POOL
Harris vakti athygli fyrir gagnrýnar spurningar í yfirheyrslu þingsins yfir Brett Kavanaugh, sem Trump tilnefndi sem hæstaréttardómara. Mynd: EPA
Joe Biden, forsetaefni Demókrata, hefur valið Kamölu Harris sem varaforsetaefni sitt. Biden tilkynnti þetta í kvöld. Harris var ein þeirra sem sóttist eftir útnefningu flokksins fyrir forsetakosningarnar en þegar hún dró sig í hlé lýsti hún yfir stuðningi við Biden. Hún yrði fyrsta konan til að gegna þessu embætti í sögu Bandaríkjanna, fyrsta blökkukonna og fyrsta konan af asískum uppruna.

Harris og Biden tókust nokkuð harkalega á í forvali Demókrata en valið kemur fáum á óvart. Hún er ein af stjörnum flokksins og verið ötull talsmaður þess að stokka upp hjá lögreglunni eftir að Black Lives Matter-mótmælin. 

Harris er fædd árið 1964 og er því 56 ára. Móðir hennar, Shyamala Gopalan, var vísindamaður, sem sérhæfði sig í rannsóknum á brjóstakrabbameini kvenna. Faðir hennar, Donald Harris, prófessor í hagfræði við Stanford háskólann. 

Hún var saksóknari í Kaliforníu og mörgum þótti frammistaða hennar í kappræðum Demókrata minna á þann starfsferil þar sem Biden var spurður spjörunum úr.  „Kamala er lögga,“ var stundum sagt í bakherbergjum flokksins og það gerði henni erfitt fyrir þegar hún reyndi að höfða til frjálslyndari kjósenda. 

Á vef BBC kemur fram að þetta gæti þó komið sér vel kosningabaráttunni þegar flokkurinn reynir að höfða til hófsamra og hlutlausra.  

Harris situr í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar og var meðal annars áberandi í yfirheyrslum nefndarinnar yfir Brett Kavanaugh, sem síðar var skipaður í hæstaréttardómari.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV