Íslendingar senda 20 milljónir til matvælaaðstoðar

11.08.2020 - 15:31
epaselect epa08595206 General view of the aftermath of Beirut port blast six days after an explosion rocked the city, Beirut, Lebanon, 10 August 2020. Lebanese Health Ministry said at least 160 people were killed, and more than 6000 injured in the Beirut blast that devastated the port area on 04 August and believed to have been caused by an estimated 2,750 tons of ammonium nitrate stored in a warehouse.  EPA-EFE/WAEL HAMZA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Íslensk stjórnvöld ætla að verja tuttugu milljónum króna til matvælaaðstoðar í Líbanon vegna hamfarasprenginga í höfuðborgarinni Beirút í siðustu viku. Framlagið er til viðbótar því sem íslensk stjórnvöld verja þegar til mannúðaraðstoðar í landinu og fer til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna.

Árlega veita íslensk stjórnvöld 25 milljónum króna í mannúðaraðstoð til Líbanons til mannúðarsjóðsins Lebanon Humanitarian Fund. Þá senda íslensk stjórnvöld árlega framlög samkvæmt rammasamningi í Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna.

Mikilvægasta innflutningshöfn Líbanons eyðilagðist í sprengingunum og þar af leiðandi mikið af kornforða og matvælabirgðum sem geymd voru þar. Tvö hundruð manns fórust í sprengingunum, þúsundir slösuðust og um þrjú hundruð þúsund manns misstu heimili sín.

Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, í tilkynningu á vef stjórnarráðsins, að strax eftir sprengingarnar hafi verið ljóst að gríðarleg þörf yrði fyrir mannúðar- og neyðaraðstoð og að íslensk stjórnvöld hafi strax heitið stuðningi sínum. „Nú liggur fyrir að okkar framlag nýtist best á sviði matvælaaðstoðar og því hef ég ákveðið að veita tuttugu milljónum króna sérstaklega til Matvælaáætlunarinnar svo styðja megi Líbana á þessum erfiðu tímum,“ segir Guðlaugur Þór. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi