Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Flugvöllurinn í Trípólí opnaður að nýju

11.08.2020 - 13:55
This handout satellite image provided by Maxar shows Mitiga airport after a reported airstrike occurred, in Tripoli, Libya, Monday, April 8, 2019. The U.N. envoy for Libya has condemned an airstrike by the self-styled Libyan National Army that targeted the only functional airport in the Libyan capital, Tripoli. Ghassan Salame said in a statement on Monday that the attack on Mitiga airport was "a serious violation of international humanitarian law." (2019 Maxar Technologies via AP)
Gervihnattarmynd tekin af flugvellinum í Trípólí eftir loftárás á völlinn. Mynd: ASSOCIATED PRESS - Satellite image ©2019 Maxar Tec
Fyrstu þotur annarra flugfélaga en líbanska flugfélagsins Lybian Air tóku á loft frá Mitiga-flugvellinum í Trípólí á sunnudaginn. Undanfarna fjóra mánuði hefur flugvöllurinn verið nánast lokaður sökum átaka og útgöngubanns vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Í dag er gert ráð fyrir tveimur flugferðum frá flugvellinum til Tyrklands. Mitiga-flugvöllur var gerður að aðalflugvelli höfuðborgar Líbíu eftir að alþjóðaflugvöllurinn þar skemmdist illa í loftárásum árið 2014.

Mikil upplausn hefur verið í landinu síðan Moammar Ghaddafi var steypt af stóli með fulltingi vesturveldanna árið 2011. Mitiga-flugvöllur varð fyrir stöðugum árásum síðasta árið af hálfu liðsveita Khalifa Haftar sem gerði hvað hann gat til að ná Trípólí undir sig.

Haftar hóf sókn sína að borginni í apríl á síðasta ári en hersveitum ríkisstjórnarinnar tókst að hrinda árásum hans.

Farþegum um Mitiga-flugvöll er gert að mæta þangað fimm tímum fyrir brottför og bíða utandyra uns innritunarborð eru opnuð. Andlitsgrímunotkun er skylda auk þess sem framvísa þarf læknisvottorði. Næstum 6 þúsund kórónuveirusmit hafa verið skráð í Líbíu og 125 hafa látist.