Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Ríkisstjórn Líbanons fer frá völdum

10.08.2020 - 17:26
epa08595708 Lebanese anti-government protesters throw stones at security forces at one of the roads leading to the parliament in Beirut, Lebanon, 10 August 2020. Lebanese government resigned amid continuing protests over the Beirut port explosion. Beirut governor said at least 200 people were killed in the explosion on 04 August and dozens are still missing.  EPA-EFE/WAEL HAMZEH
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Forsætisráðherra Líbanons, Hassan Diab, tilkynnti afsögn sina og ríkisstjórnar sinnar í dag í kjölfar mikilla mótmæla í landinu eftir sprenginguna miklu í Beirút 4. ágúst. Kallað hefur verið eftir róttækum breytingum á stjórnkerfi landsins sem hefur glímt við efnahagsvanda og spillingu um árabil. 

Forsætisráðherrannn tilkynnti um afsögnina í sjónvarpsávarpi í dag. Afsögnin kemur tæpri viku eftir að gríðarmikil sprenging olli miklu eignatjóni í Beirút, varð um 200 manns að bana og slasaði þúsundir. 

Segist hlýða kalli fólksins

Diab kvaðst vera að hlýða kalli fólksins í landinu auk þess sem áralöng geymsla þess mikla magns ammoníum nítrats, sem olli sprengingunni, væri glæpsamleg birtingarmynd landlægrar spillingar. Þeir sem bæru ábyrgð skyldu verða dregnir til ábyrgðar, sagði forsætisráðherrann í ávarpi sínu í dag.

Undanfarna daga hafa fjórir ráðherrar þegar sagt skilið við ríkisstjórnina, dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra sögðu af sér í morgun. Margir þingmenn höfðu jafnframt lýst því yfir að traust þeirra til stjórnarinnar væri þorrið. Segði stjórnin ekki af sér myndi þingið lýsa vantrausti á hana. Hið minnst níu þingmenn hafa þegar sagt af sér .

epa08595489 (FILE) - Lebanese then Prime Minister-designate Hassan Diab speaks to media after his meeting with Lebanese President Michel Aoun at the presidential palace in Baabda, east of Beirut, Lebanon 21 January 2020 (reissued 10 August 2020). According to local media on 10 August 2020, the Prime Minister Hassan Diab and entire Lebanese government have announced their resignation in the aftermath of the large explosion at Beirut harbor.  EPA-EFE/WAEL HAMZEH
Hassan Diab, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons. Mynd úr safni.  Mynd: EPA-EFE - EPA

Hassan Diab settist í stól forsætisráðherra Líbanon í desember síðastliðnum, tveimur mánuðum eftir að fyrri ríkisstjórn var felld eftir harða mótmælahrinu í landinu.
 
Líbanon hefur glímt við alvarlega efnahagskreppu um langa hríð, ríkisstjórnin hefur legið undir ámæli fyrir spillingu og óstjórn. Sprengingin á hafnarsvæðinu í Beirút kveikti neista mikillar reiði og harðra mótmæla sem hefur orðið til þess að ríkisstjórnin fer nú frá völdum.