Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Óvíst hvort að Iceland Airwaves fari fram

Mynd með færslu
 Mynd: Alexander Matukhno - Iceland Airwaves

Óvíst hvort að Iceland Airwaves fari fram

10.08.2020 - 15:08

Höfundar

Ekki er búið að taka ákvörðun um hvort tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fari fram í haust eður ei. Ef fjöldatakmarkanir verða áfram þær sömu og þær eru nú þarf að endurhugsa framkvæmd hátíðarinnar verulega, að sögn aðstandenda.

Hátíðin á að fara fram í byrjun nóvember en Ísleifur Þórhallsson, skipuleggjandi hennar, segir þá miklu óvissu sem nú ríki og þann skamma fyrirvara, sem aðgerðir á borð við þær sem gripið var til fyrir verslunarmannahelgina báru með sér, gera skipuleggjendum erfitt um vik með að skipuleggja hátíðir langt fram í tímann.

Staðan verður metin á næstu dögum og endanleg ákvörðun tekin innan viku. Sena sér um skipulagningu hátíðarinnar og verður beðið eins lengi og hægt er að taka endanlega ákvörðun um hvort af hátíðinni verði og þá með hvaða hætti verði hægt að uppfylla þær sóttvarnakröfur sem til gesta og starfsfólks eru gerðar. Til skoðunar er að streyma tónleikum eða breyta sniði hátíðarinnar eftir því sem kröfur kveða á um. Það mun þó ráðast á næstu dögum.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Björk frestar tónleikum

Popptónlist

Fyrsta hollið á Iceland Airwaves 2020 kynnt