Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Mikil skjálftavirkni nyrðra og í Krýsuvík

Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Í nótt hafa mælst yfir 30 jarðskjálftar við Gjögurtá, sem er á Tjörnesbrotabeltinu, sá stærsti var 2,8 og varð skömmu eftir klukkan 5 í morgun. Um 30 jarðskjálftar mældust í Krýsuvík í nótt, enginn þeirra var yfir 2 að stærð.

Þetta kemur fram í yfirliti á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Skjálftahrina hófst við Kleifarvatn á níunda tímanum í gærkvöldi, nokkrir skjálftar voru yfir 2 að stærð, sá stærsti 2,9 klukkan 20:23 og varð hans vart á höfuðborgarsvæðinu.

Töluverð skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaganum í vor og sumar. Síðast hófst þar jarðskjálftahrina við Fagradalsfjall hinn 19. júlí. Stærsti skjálftinn í þeirri hrinu varð strax sama kvöld og var 5,0 að stærð. Hann og aðrir stærri skjálftar í þeirri hrinu fundust víða. 

Hrina jarðskjálfta hófst á Tjörnesbrotabeltinu 19. júní. Fyrstu daga hrinunnar mældust þar skjálftar yfir 5 að stærð. Síðast mældist þar stór skjálfti aðfaranótt laugardags, hann var 4,6.