Hinsegin baráttuhetjur í dansatriði

Mynd: RÚV / Stolt í hverju skrefi - Hátí?

Hinsegin baráttuhetjur í dansatriði

10.08.2020 - 15:12

Höfundar

Atriði dansarans Andreans Sigurgeirssonar á hátíðardagskrá Hinsegin daga fjallar um baráttu hinsegin fólks í fortíð og nútíð. Fjölbreyttur hópur hinsegin baráttufólks tekur þátt í atriðinu; Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna 78, Ugla Stefanía formaður Trans Íslands, Bára Halldórsdóttir uppljóstarari, Margrét Pála aktivisti, Derek T. Allen og Sigtýr Ægir Kára.

Stolt í hverju skrefi - Hátíðardagskrá Hinsegindaga er skemmtiþáttur framleiddur af RÚV í samstarfi við Hinsegin daga vegna 20 ára afmælis Gleðigöngunnar. Ekki varð af viðburðum á vegum Hinsegin daga í ár vegna COVID-19 og samkomutakmarkanna en hægt er að horfa á þáttinn í heild í spilara RÚV. Áhorfendur er hvattir til umræðu á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #hinseginheima.

Tengdar fréttir

Sjónvarp

„Þessir strákar dóu ekki til einskis“

Tónlist

Úkúlellurnar: „Við hittum allar hjásvæfur á 22“

Tónlist

Þórólfur syngur dúett með syninum: Ég er eins og ég er

Tónlist

Sigga Beinteins – Ég lifi í voninni