Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Bannað verði að fagna með snertingu

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Bannað verði að fagna með snertingu

10.08.2020 - 16:13
Fram kom á fundi Almannavarna í dag að til skoðunar sé að leyfa íþróttir með snertingu að nýju. KSÍ hefur nú birt drög að ítarlegum reglum um framkvæmd knattspyrnuleikja ef hægt verður að hefja keppni á ný á föstudag.

Á heimasíðu KSÍ segir að núverandi takmarkanir gilda til og með 13. ágúst og að sóttvarnalæknir hafi ekki enn lagt minnisblaðið fram né hafi það verið staðfest. En Knattspyrnusambandið hefur nú þegar hafið undirbúning að því að hægt verði að hefja keppni aftur skamkvæmt áætlun á föstudaginn, þann 14. ágúst. Reglurnar eru byggðar á almennum sóttvarnarkröfum heilbrigðisyfirvalda á Íslandi en styðjast við sambærileg gögn m.a. frá Þýskalandi, Danmörku og Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA.

Virða þarf fjarlægðarmörk í klefa, á bekknum og annarsstaðar

Hægt er að sjá drögin að nýju reglunum á vef KSÍ. Það sem meðal annars kemur þar fram er að skipta þurfi knattspyrnumannvirkjum í svæði, tæknisvæði, áhorfendasvæði og ytra svæði. Tryggja þarf að leiðir liða skarist ekki við komu á leikstað og helst eiga lið að notta sitthvorn innganginn í mannvirki. Þá þarf að halda tveimur metrum milli leikmanna í búningsklefum og leikmenn ættu ekki að dvelja þar lengur en 30-40 mínútur fyrir og eftir leiki. Þá er öllum skylt að nota andlitsgrímur í búningsklefum. Þá skal alltaf halda tveggja metra fjarlægð milli einstaklinga við komu á völlinn, fyrir og í upphitun, þegar gengið er til leiks, í hálfleik og eftir leik.

Allir með grímur nema leikmenn, dómarar og þjálfarar

Þá þurfa liðin til að mynda ganga út á völlinn í sitthvoru lagi, halda skal tveggja metra regluna á varamannabekk og annarsstaðar. Þá er óheimilt að fagna mörkum með snrtingu. Bannað er að hrækja á völlinn og markmönnum bannað að hrækja í markmannshanskana. Þá ber öllum nema leikmönnum, þjálfurum og dómurum skylda til að vera með andlitsgrímur í hálfleik. Boltar skulu sótthreinsaðir í hvert skipti sem þeir fara úr leik og boltasækjarar þurfa að nota andlitsgrímur.

Tengdar fréttir

Íþróttir

KSÍ var reiðubúið að senda leikmenn í læknisskoðun

Fótbolti

Skoða að leyfa íþróttir með snertingu eftir 13. ágúst