Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Á annað hundrað handtekin í óeirðum í Chicago

10.08.2020 - 18:00
epaselect epa08459362 People loot a business along Madison Avenue in midtown Manhattan in response to the Minneapolis, Minnesota, arrest of George Floyd, who later died in police custody, in New York, New York, USA, 01 June 2020.  A bystander's video posted online on 25 May, appeared to show George Floyd, 46, pleading with arresting officers that he couldn't breathe as an officer knelt on his neck. The unarmed Black man later died in police custody. According to news reports on 29 May, Derek Chauvin, the police officer in the center of the incident has been taken into costody and charged with murder in the George Floyd killing.  EPA-EFE/JUSTIN LANE   ALTERNATIVE CROP
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Yfir eitt hundrað voru handtekin í fjölmennum óeirðum í miðborg Chicago í gærkvöld. Þrettán lögreglumenn slösuðust.

Öllum lestar- og strætisvagnaferðum um miðborgina var aflýst í öryggisskyni auk þess sem vindubrúm yfir Chicago-ána var lyft upp til að stöðva umferð.

Stór hópur fólks braut rúður og stal úr verslunum sem selja dýrar merkjavörur í miðborginni. Það sást til fólks hlaða bifreiðar af illa fengnum vörum. Óróaseggjum laust saman við lögreglu og skotum var hleypt af á báða bóga. Fjölmiðlar í borginni hafa eftir lögreglu að ekki sé vitað hvað olli látunum.

Á fréttaveitunni AFP kemur fram að óeirðirnar hafi blossað upp eftir að fréttir bárust af því að lögregla hefði beitt skotvopnum í Englewood. Það er eitt fátækasta hverfi borgarinnar og stór hluti íbúa þess er af afrískum uppruna.

Lori Lightfoot borgarstjóri Chicago segir ólætin í borginni nú ekkert eiga skylt við þau mótmæli sem hófust eftir andlát Georges Floyd í maí síðastliðnum. Þau væru einfaldlega fyrirlitlegt, glæpsamlegt athæfi sem bregðast yrði við af fullri hörku.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV