Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Hrina smáskjálfta við Kleifarvatn

09.08.2020 - 23:55
Mynd með færslu
 Mynd: Veðurstofa Íslands
Hrina smærri skjálfta hófst við Kleifarvatn á níunda tímanum í kvöld. Nokkrir skjálftanna voru yfir 2 að stærð og sá stærsti mældist 2,9. Sá varð klukkan 20.23. Á vef Veðurstofunnar segir að hans hafi orðið vart á höfuðborgarsvæðinu.

 

Töluverð skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaganum í vor og sumar. Síðast hófst þar jarðskjálftahrina við Fagradalsfjall hinn 19. júlí. Stærsti skjálftinn í þeirri hrinu varð strax sama kvöld og var 5,0 að stærð. Hann og aðrir stærri skjálftar í þeirri hrinu fundust víða. 

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV