Tvö smitanna tengjast hópsýkingu í Eyjum

08.08.2020 - 14:41
Mynd með færslu
 Mynd: Almannavarnir
Tveir þeirra sem greindust með virkt kórónuveirusmit í gær tengjast hópsýkingu í Vestmannaeyjum. Alma Möller landlæknir greindi frá þessu á upplýsingafundi almannavarna í dag.

Þrjú innanlandssmit greindust á veirufræðideild Landspítalans í gær. Að sögn Ölmu voru tveir þessara þriggja þegar í sóttkví. 

Lögreglan í Vestmannaeyjum greindi frá því í dag að einstaklingur búsettur í Vestmannaeyjum hafi greinst með staðfest kórónuveirusmit. Nú eru 75 í sóttkví í Eyjum. Þá hefur verið staðfest að maðurinn sem er á gjörgæslu vegna kórónuveirusýkingar hafi smitast í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. 

Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi