Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Ellefu fórust í eldsvoða af mannavöldum

08.08.2020 - 23:56
epa08592264 Local people stand next to the scene of a flat fire in apartment building, in Bohumin, Czech Republic, 08 August 2020. According to offcials, at least eleven people died, ten people injured. The fire in the city at the Czech-Polish border Bohumin, has been the most tragic since 1990, according to Czech media.  EPA-EFE/LUKAS KABON
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Minnst ellefu létu lífið í eldsvoða sem rakinn er til íkveikju í fjölbýlishúsi í tékknesku borginni Bohumin í dag. Eldurinn logaði á efstu hæðum 13 hæða blokkar og fimm hinna látnu dóu þegar þau freistuðu þess að bjarga lífi sínu með því að stökkva út um glugga. Þrjú börn voru á meðal hinna látnu, að sögn lögreglu og slökkviliðs.

 

Lögregla telur víst að kveikt hafi verið vísvitandi í íbúð á elleftu hæð blokkarinnar og segist nokkuð örugg um að hafa þegar fundið hinn seka. „Við höfum handtekið einn mann,“ sagði Tomas Kuzel, lögreglustjóri í Bohumin, í sjónvarpsviðtali, „og ég er nokkuð viss um við séum með gerandann í haldi.“  

Blokkin er í eigu Bohuminborgar, sem er nærri landamærum Tékklands og Póllands, um 300 kílómetra austur af Prag.
 

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV