Tónleikarnir fara fram snemma í haust

Mynd með færslu
 Mynd: Santiago Felipe - Björk

Tónleikarnir fara fram snemma í haust

07.08.2020 - 18:09

Höfundar

Tilkynnt hefur verið um nýjar dagsetningar þrennra tónleika Bjarkar sem upphaflega áttu að fara fram í sumar. Þeim var frestað vegna hertra samkomutakmarkana.

Einir tónleikar fara fram á sama degi og áformað var í upphafi, þann 29. ágúst. Hinir tónleikarnir verða haldnir 13., 19. og 28. september. Öllum tónleikunum verður streymt frá Eldborgarsal Hörpu. Tónleikaröðin er stór að umfangi en um hundrað íslenskir tónlistarmenn stíga á svið ásamt Björk.

Miðar á tónleikana fóru á sölu í sumar og seldust upp á einni viku. Í tilkynningunni segir að þeir sem keyptu miða á tónleikana í sumar geti notað þá í haust eða fengið endurgreitt. Enn er hægt að kaupa aðgangsmiða að rafrænu streymi tónleikanna. 

 

Tengdar fréttir

Menningarefni

Björk frestar tónleikum

Tónlist

Uppselt á þrenna tónleika Bjarkar í Hörpu