Tjaldsvæði yfirfull og fólki vísað frá

07.08.2020 - 12:05
Mynd með færslu
 Mynd: Maarten Wijnants - Unsplash
Fólki hefur verið vísað frá tjaldstæðum á Norðurlandi vegna fjöldatakmarkana, en margir ferðalangar eru á ferð um Norðausturland þar sem veðurspáin fyrir helgina er góð.

Öll tjaldssvæði í Norðurþingi eru orðin full, talið er inn og út á Húsavík sem dæmi og á Kópaskeri og Raufarhöfn er allt yfirfullt. Jafnvel er farið að taka niður á biðlista, en almennt hefur þurft að vísa fólki frá.

„Þeim vinsamlegu tilmælum beint til ferðalanga að kanna aðra möguleika en gistingu á tjaldsvæðum þar sem að ekkert er laust á þeim í augnablikinu,“ segir á heimasíðu Norðurþings.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi