Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Ellefu sektaðir í 31 broti á sóttvarnarreglum

Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan
Það sem af er ári hefur 31 brot á sóttvarnarreglum verið tilkynnt lögreglu. Þar af hafa ellefu fengið sekt fyr­ir slík brot sam­kvæmt bráðabirgðatöl­um frá rík­is­lög­reglu­stjóra til fréttastofu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stefnir á að fara í eftirlitsferðir á flesta veitingastaði á næstunni til að tryggja að sóttvarnarreglum sé fylgt. Þetta sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í viðtali í gær. Sagði Rögnvaldur að þar sem reglum væri ekki fylgt vantaði oftast bil milli borða og ekki væri boðið upp á spritt fyrir viðskiptavini. 

Þá er í sóttvarnarreglunum talað um ríka skyldu fólks um að hlíta fyrirmælum um að fara í sóttkví og einangra sig ef það smitast.