Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Ameríka heldur sitt eigið Eurovision

Mynd með færslu
 Mynd: eurovision.tv

Ameríka heldur sitt eigið Eurovision

07.08.2020 - 12:11

Höfundar

Það er komið að því, Ameríka fær sína eigin söngvakeppni í anda Eurovision. The American Song Contest lítur dagsins ljós á næsta ári.

The American Song Contest verður byggt að miklu leiti á hinni evrópsku, greinir miðillinn Variety frá. Söngvarar frá fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna etja kappi með frumsömdum atriðum í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar - en líkt og í evrópsku söngvakeppninni er stefnt á halda undankeppni fyrir sjálfa aðalkeppnina. Listafólk og sérfræðingar úr tónlistabransanum vestanhafs velja af gaumgæfni keppendur úr hverju ríki fyrir sig með aðstoð áhorfenda. Enn er þó unnið að útfærslu keppninnar.

Ameríska söngvakeppnin verður haldin í fyrsta sinn árið 2021 og má þá byrja að hlakka til þess að Bandaríkin fái þá sína útgáfu af ABBA, Celine Dion, já eða Conchitu Wurst.

epa05306409 Members of the audience warm up for the Grand Final of the 61st annual Eurovision Song Contest (ESC) at the Ericsson Globe Arena in Stockholm, Sweden, 14 May 2016. There are 26 finalists from as many countries competing in the grand final.
 Mynd: EPA - TT NEWS AGENCY

Þörf er á slíkum menningarviðburði sem getur sameinað þjóðina, sem hefur verið tvístruð að undanförnu, segja framkvæmdastjórar hinnar nýju söngvakeppni. Sameiningarmáttur geti falist í því að fagna fjölbreytileikanum og ástinni á tónlist og söng.

Hinn sænski Christer Björkman er meðal framkvæmdastjóra amerísku keppninnar. Hann sat í framkvæmdastjórn Eurovision árin 2013 og 2016 og er því eflaust mikill fengur fyrir hina amerísku. 

Evrópska söngvakeppnin hefur verið haldin í meira en sex áratugi og talið er að um tvö hundruð milljónir manns horfi á lokakeppnina sjálfa. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem komið hefur til tals að aðrar þjóðir og heimsálfur leiki eftir þessa evrópsku hugmynd. Bæði hafa bandarískar og asískar útgáfur af keppninni áður verið boðaðar, árið 2006 og 2017, en ekkert þó bólað á þeim, ja, þar til nú. 

 

Tengdar fréttir

Ferðaþjónusta

Vonar að Eurovision-safn á Húsavík verði að veruleika

Kvikmyndir

Listaritstjóri BBC móðgaður fyrir hönd Íslendinga

Kvikmyndir

Íslenskum Eurovision-aðdáendum líkar mynd Ferrells

Popptónlist

„Fimm Daðar er samt ekki nóg“