Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Allt að átta vikna bið eftir endurfjármögnun íbúðalána

07.08.2020 - 07:24
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Mikil eftirspurn er nú eftir nýj­um íbúðalán­um og end­ur­fjármögn­un íbúðalána og geta viðskipta­vin­ir bank­anna því þurft að bíða í allt að átta vik­ur eft­ir að fá lán sín afgreidd.

Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag, sem segir vaxta­lækk­an­ir Seðlabank­ans skýra eft­ir­spurn eft­ir end­ur­fjármögn­un þar sem  vext­ir íbúðalána séu nú í sögu­legu lág­marki.

Landsbankinn hefur ráðið þrefalt fleira sumarstarfsfólk í lánaumsjón þetta sumarið vegna óvenjumikilla anna við skjala­vinnslu og út­greiðslu lána. Bankinn hefur undanfarnar vikur af­greitt allt að þre­falt fleiri um­sókn­ir um íbúðalán en á sama tíma­bili í fyrra.

Hjá Íslandsbanka er biðin eftir afgreiðslu lána einnig held­ur lengri en á sama tíma fyrir ári. Þannig tek­ur að jafnaði átta vik­ur að end­ur­fjármagna lán þegar tekið er með í reikninginn að það tekur um þrjár vik­ur að fá lán­um þing­lýst hjá sýslu­manni.

Hjá Arion banka tekur nú allt að sjö vik­ur að ljúka end­ur­fjármögn­un íbúðalána og er vinna við að út­færa greiðslu­hlé vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins sögð eiga þátt í álag­inu.