Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Að minnsta kosti 17 týndu lífi í flugslysi á Indlandi

07.08.2020 - 22:42
Erlent · flugslys · Indland
epa08590270 A handout photo made available by the Indian Civil Defense shows officials inspect the wreckage site of a plane crash at Calicut airport in Kozhikode, India, 07 August 2020. According to reports, an Air India Express plane from Dubai with 190 people on board skidded off the runway during the landing amid rain and broke into two halves. According to initial reports, one pilot has died.  EPA-EFE/CIVIL DEFENSE / HANDOUT BEST QUALITY AVAILABLE HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - CIVIL DEFENSE
Að minnsta kosti 17 eru látin og fleiri en hundrað slasaðir eftir að farþegavél Air India Express hafnaði utan flugbrautar í borginni Kozhikode í suðurhluta Indlands í dag. Vélin flutti farþega sem höfðu orðið strandaglópar fjarri heimahögunum vegna kórónuveirufaraldursins.

Tæplega 200 voru í vélinni. Þar á meðal voru tíu ungabörn. Mikil rigning var á flugvellinum þegar atvikið varð sem gerði það að verkum að hætt var við fyrirhugaða lendingu.

Flugmaðurinn breytti um stefnu og reyndi að nálgast flugbrautina úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að flugvélin hafnaði utan brautarinnar og fór í tvennt. Ekki er þó fyllilega ljóst hvað olli slysinu en einhverjir fjölmiðlar hafa greint frá því að það megi rekja til bilunar í lendingarbúnaði vélarinnar. 

Slysið er það versta á Indlandi frá árinu 2010. Þá hafnaði vél sama flugfélags utan brautar á flugvellinum í Mangalore og rann niður brekku. 158 létust í slysinu. 

Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV