Vill fjórfalda grænmetisframleiðslu á Íslandi

Mynd: Rúnar Ingi Garðarsson / RÚV
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að hugsa stórt á erfiðum tímum í hagkerfinu. Hann vill fjórfalda grænmetisframleiðslu á Íslandi. Ágúst Ólafur var gestur í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.

Hann vill að umfangsmikil grænmetisframleiðsla á Íslandi ætti að vera hluti af skilgreindri atvinnustefnu Íslands og vera vel mótað fjárfestingar átak. Hingað til hafi þetta aðeins verið hliðarverkefni. Metnaður stjórnvalda núna sé að auka grænmetisframleiðslu um einn fjórða en hann vill fjórfalda hana.

„Búvörusamningar miðast við hið ferfætta en ekki hið græna,“ segir Ágúst. „Einungis um 5% fer í garðyrkjuafurðir þar. Tólf milljarðar þar fara í sauðfjárrækt og nautgriparækt þannig að stuðningur hins opinbera gagnvart garðyrkjubændum er allt of lítill.“

Hann vil stórauka þann stuðning með því að lækka verð á rafmagni fyrir garðyrkju- og grænmetisbændur og taka þátt í flutningskostnaði þeirra.

 

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi