Tveir menn á skeri út af Álftanesi

06.08.2020 - 12:00
Mynd með færslu
 Mynd: Landsbjörg
Fjölmennt lið björgunarsveita, slökkvilið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan hálf tólf í morgun vegna tveggja manna, sem sáust á á skeri út af Álftanesi. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg segir að útkallið hafi verið í svokölluðum forgangi 1 sem þýðir að mennirnir séu í hættu.

Jónas segir að björgunarsveitir fari nú á bátum frá Reykjavík og Kópavogi að þeim stað þar sem talið er að mennirnir séu, sem er nyrst á nesinu.

Að sögn Jónasar liggur ekki fyrir hvernig  þeir komust út á skerið.

Fréttin var uppfærð kl 12:03

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi