Tveir lögreglumenn á Norðurlandi eystra í sóttkví

06.08.2020 - 13:05
Mynd með færslu
 Mynd: Jón Þór Kristjánsson - RÚV
Tveir lögreglumenn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra eru nú í sóttkví eftir að hafa verið nærri smituðum einstaklingi. Nokkrir dagar eru síðan mennirnir voru sendir í sóttkví.

Voru í tenglum við smitaðan einstakling á hálendinu

Það er Vísir.is sem greinir frá þessu á vef sínum í dag. Þar kemur fram að lögreglumennirnir hafi verið við hálendiseftirlit norðan Vatnajökuls. Þar hafi þeir verið í sambandi við manneskju sem síðar meir reyndist vera smituð.

Lögreglumennirnir hafa verið í sóttkví undanfarna daga en ekki greinst sjálfir með veiruna.

Fjögur ný smit í gær

Fjögur ný innanlandssmit greindust í gær, tvö á sýkla- og veirufræðideild og tvö hjá Íslenskri erfðagreiningu. Tveir bíða niðurstöðu mótefnamælingar eftir landamæraskimun. Enginn lagðist inn á sjúkrahús vegna COVID-19 sýkingar.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan tvö í dag. Sýnt verður beint frá fundinum í Ríkisstjónvarpinu, á vef ruv.is og honum útvarpað á Rás 2. 

Óðinn Svan Óðinsson
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi