Þjóðverjar skima alla frá hááhættusvæðum

06.08.2020 - 12:49
epa08587190 Health workers perform swab tests at a drive-thru COVID-19 testing lab in Namur, Belgium 06 August 2020. After a sharp decline in coronavirus infections, Belgium has witnessed a surge in COVID-19 cases over the past weeks. Testing is now mandatory for people traveling back from what the government labeled as red regions abroad and highly recommended for those coming from orange regions.  EPA-EFE/OLIVIER HOSLET
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Farþegar sem koma til Þýskalands frá hááhættusvæðum verða skyldaðir til að undirgangast sýnatöku frá og með næsta laugardegi. Skimun á landamærunum er ókeypis og fólki sem kemur inn í landið frá hááhættusvæðum hefur staðið til boða að fara í sýnatöku frá því í síðustu viku.

Samkvæmt skilgreiningu þýskra yfirvalda teljast flest lönd utan Evrópusambandsins til hááhættusvæða, auk sumra svæða á Spáni og Lúxemborg. Ísland er ekki á listanum yfir hááhættusvæði.

Alls greindust 1.045 smitaðir í Þýskalandi í gær og ekki hafa fleiri greinst á einum degi þar í landi á síðustu þremur mánuðum. 

Nýjum smitum fjölgar hratt í Evrópu

Í gær greindust 1.695 smitaðir í Frakklandi og ekki hafa fleiri greinst þar í landi á einum sólarhring á síðustu tveimur mánuðum. Smitum heldur einnig áfram að fjölga á Spáni en þar greindust 1.772 á síðasta sólarhringnum. Yfirvöld í Sviss og Bretlandi tilkynntu nýlega að farþegar frá Spáni þyrftu að sæta tveggja vikna sóttkví við komu til landanna. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi