Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Skrúfa fyrir vatnsrennsli til að stöðva veislur

06.08.2020 - 19:42
epa08329501 LAPD motorcycle officers patrol next to the beach amid the coronavirus pandemic in Venice, California, USA, 28 March 2020. Los Angeles Mayor Eric Garcetti ordered yesterday for all the beaches and trails to be closed to fight against the spread of the epidemic. EPA-EFE/ETIENNE LAURENT
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Borgaryfirvöld í Los Angeles í Kaliforníu fá á morgun heimild til að slökkva á vatnsrennsli og rafmagnstengingu til heimila þar sem haldnar eru samkomur sem brjóta í bága við sóttvarnarreglur. BBC greinir frá.

Eftir að Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, boðaði strangt bann við samkomum á veitinga- og skemmtistöðum fjölgaði samkomum í heimahúsum. Eric Garcetti, borgarstjóri í Los Angeles, hefur lýst yfir þungum áhyggjum af veisluhöldum í heimahúsum og líkt þeim við næturklúbba.

„Þessar veislur hafa áhrif á miklu fleiri en gestina. Þau ná til alls samfélagsins því veiran breiðist hraðar út,“ sagði borgarstjórinn á blaðamannafundi. 

Ekkert fylki í Bandaríkjunum hefur orðið jafn illa úti í kórónuveirufaraldrinum og Kalifornía. Þar hafa verið staðfest rúmlega hálf milljón smita og næstum 10 þúsund látið lífið. Næstum 200 þúsund smit hafa greinst í Los Angeles.