Segir ljóst að fyrirtæki hafi orðið fyrir miklu tjóni

06.08.2020 - 16:50
Rafmagnslaust á Glerártorgi 5. ágúst 2020
 Mynd: RÚV
Starfsemi Mjólkursamsölunnar á Akureyri er enn skert eftir rafmagnsleysið á svæðinu í gær. Norðlendingar furða sig á að Landsnet hafi ekki flokkað atvikið sem alvarlegt.

Rafmagnsleysið sem varð í Eyjafirði og víðar í gær virðist hafa haft töluverðar afleiðingar. Kristín Halldórsdóttir, mjólkurbússtjóri MS á Akureyri, segir að hluti búnaðar sé enn óvirkur. Henda þurfti töluvert af hráefni í vinnsluferli og segir hún afleiðingarnar verulegar.

Landsnet flokkar rafmagnsleysið sem umfangsminni atburð, og Eva Hlín Dereksdóttir, framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar Raftákns, furðar sig á því. Stofan hefur fengið margar beiðnir frá viðskiptavinum að koma búnaði í gang á ný.

„Þetta var á miðjum vinnudegi, það eru veitingastaðir sem urðu að loka, matvælavinnslur á svæðinu sem urðu að henda hráefni. Svo það er alveg ljóst að fyrirtækin á svæðinu verða fyrir fjárhagslegu tjóni. Svo leitaði einn starfsmaður á sjúkrahús,“ segir Eva.

Umræddur starfsmaður Landsnets var á sjúkrahúsi yfir nótt en fékk að fara heim í dag.

Víðtækt rafmagnsleysi alltaf umfangsmikið.

Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir að tjón hjá fyrirtækjum sé ekki komið inn á borð til þeirra, en gæti komið betur í ljós næstu daga. Atvik sem þessi séu flokkuð eftir álagi á dreifikerfið.

„Það er alltaf umfangsmikill atburður þegar verður svona víðtækt rafmagnsleysi. En flokkunarkerfið hjá okkur fer eftir því hversu mikið álag fer út af heildinni. Þarna er þetta skilgreint sem gulur atburður og er alveg á mörkunum milli guls og rauðs.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi