Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ríflega 19 milljónir Covid-19 smita á heimsvísu

epa08215111 A doctor checks oxygen saturation of a patient at Jinyintan Hospital, designated for critical COVID-19 patients, in Wuhan, Hubei province, China, 13 February 2020. The city, the epicenter of the novel coronavirus outbreak, reported 13,436 new cases of COVID-19 on 12 February only, after the city combed communities for patients and expanded the capacity to take them in. The disease caused by the SARS-CoV-2 has been officially named Covid-19 by the World Health Organization (WHO). The outbreak, which originated in the Chinese city of Wuhan, has so far killed at least 1,369 people with over 60,000 infected worldwide, mostly in China.  EPA-EFE/YUAN ZHENG CHINA OUT
 Mynd: EPA-EFE - FeatureChina
Yfir nítján milljónir hafa greinst með COVID-19 í heiminum öllum og rúmlega 712 þúsund látist úr sjúkdómnum svo vitað sé.

Þetta kemur fram á tölfræðivefnum Worldometer. Kórónuveirufaraldurinn geisar enn af miklum þunga vestanhafs og í Evrópu færist farsóttin aftur í aukana, eftir að hafa hjaðnað nokkuð fyrr í sumar.

Vestanhafs er lítinn bilbug að finna á kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum. Í Bandaríkjunum og Brasilíu, sem eru þau ríki sem verst hafa orðið úti, hafa alls tæplega 260 þúsund látist af völdum veirunnar.

Í Evrópu, þar sem verulega dró úr nýgengi sjúkdómsins fyrr í sumar, er kórónuveiran nú farin að sækja í sig veðrið á nýjan leik. Nýsmitum fer fjölgandi í Þýskalandi, Hollandi, Skotlandi, Danmörku, Noregi og á Grikklandi, svo nokkur lönd séu nefnd.

Í Rússlandi eru ný tilfelli ríflega fimm þúsund og 4.400 á Indlandi þar sem tæplega tvær milljónir hafa smitast.

Sameinuðu þjóðirnar greina frá því að þrír heilbrigðisstarfsmenn í flóttamannabúðum í norðausturhluta Sýrlands hafi smitast. Þar hafast við tugir þúsunda fólks á flótta.

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV