Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Netflix frumsýnir mynd eftir bróður forsetafrúarinnar

06.08.2020 - 16:12
Kvikmynd byggð á skáldsögunni Ég er að spá í að slútta þessu er tilbúin til sýningar. Um er að ræða spennusögu eftir Iain Reid, bróður Elizu Reid forsetafrúar Íslands.

Eliza greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Það er efnisveitan Netflix sem framleiðir myndina og verður hún frumsýnd í byrjun september.

Leikstjóri myndarinnar er Charlie Kaufman, sem meðal annars gerði kvikmyndina Eternal Sunshine of the Spotless Mind árið 2004.

Bókin Ég er að spá í að slútta þessu kom út á íslensku árið 2018 og fjallar um ökuferð sem endar með skelfingu, líkt og segir á vefsíðu útgefanda hennar.

Þau Jessie Piemons og Jessie Buckley leika aðalhlutverkin auk hinnar margverðlaunuðu áströlsku leikkonu Toni Colette.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV