Meira en tíundi hver 19 ára hvorki í vinnu né skóla

06.08.2020 - 10:40
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Fleiri íslensk ungmenni voru hvorki í námi né vinnu árið 2018 en árið áður. Mesta aukningin varð hjá 19 ára ungmennum, en meira en tíundi hver á þeim aldri var í þessum hópi. Hæsta hlutfallið var á Suðurnesjum og leita þarf aftur til ársins 2009 til að finna sambærilegar tölur.

Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands. Þar segir að alls hafi  6,61% ungmenna, alls 1.164, hvorki verið starfandi né í námi í nóvember 2018 og þeim hafði þá fjölgað úr 986 árið áður. Mesta aukningin varð meðal 19 ára ungmenna, úr 8,1% árið 2017 í 10,8% árið 2018. Þetta hlutfall var hæst árið 2009 þegar 11,7% í þessum aldurshópi var í þessari stöðu.

Hlutfall ungmenna sem voru hvorki í námi né vinnu 2018 var hæst á Suðurnesjum þar sem það var 9,6%. Næsthæsta hlutfallið var á Suðurlandi þar sem það var 6,7%.

Um er að ræða svokallað NEET-hlutfall sem stendur fyrir Not in Education, Employment or Training og er um að ræða samstarfsverkefni Hagstofunnar og Félagsmálaráðuneytisins.

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi