Íslandsmótið í golfi hefst í dag

Mynd með færslu
 Mynd: GSÍ

Íslandsmótið í golfi hefst í dag

06.08.2020 - 09:15
Íslandsmótið í golfi hófst á Hlíðavelli í Mosfellsbæ í morgun og stendur fram á sunnudag. Guðrún Brá Björgvinsdóttir á titil að verja í kvennaflokki en ljóst er að Guðmundur Ágúst Kristjánsson mun ekki endurheimta titilinn í karlaflokki.

Um er að ræða fyrsta Íslandsmótið sem fer fram á Hlíðarvelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Keppt er um Íslandsmeistaratitil karla í 79. sinn um helgina en 54. skipti í kvennaflokki.

Fyrstu kylfingar í karlaflokki fóru út á völl snemma í morgun en þeir síðusu eiga rástíma rétt fyrir klukkan 14 í dag. Keppendur í kvennaflokki taka þá við og eiga rástíma frá klukkan 14:00 til klukkan 16:00.

Sjá einnig: „Sjálfboðaliðar vopnaðir hrífum og 18 pörum af hönskum“

Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR fagnaði sigri er mótið fór fram í Grafarholti í fyrra en ljóst að hann mun ekki verja titilinn þar sem Guðmundur er ekki meðal keppenda í ár. Atvinnukylfingarnir Andri Þór Björnsson, Haraldur Franklín Magnús, Axel Bóasson og Ólafur Björn Loftsson verða þó allir á Hlíðavelli um helgina svo fáeinir séu nefndir.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir vann í kvennaflokki en hún hefur unnið síðustu tvö árin í röð. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, mun líklega veita Guðrúnu hvað harðasta keppni um titilinn en Ólafía varð sjálf Íslandsmeistari 2011, 2014 og 2016.

Sýnt verður beint frá Íslandsmótinu á RÚV föstudag, laugardag og sunnudag. Fyrsta útsendingin er klukkan 15:30 á RÚV á morgun.

Hér má fylgjast með skori keppenda á mótinu í beinni.

Tengdar fréttir

Golf

„Sjálfboðaliðar vopnaðir hrífum og 18 pörum af hönskum“