Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Icelandair hefur endurgreitt um 95.000 bókanir

06.08.2020 - 13:56
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Icelandair hefur endurgreitt um 95.000 bókanir frá öllum markaðssvæðum sínum frá því að COVID-19 faraldurinn breiddist út. Um talsvert fleiri farmiða er þó að ræða, að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur upplýsingafulltrúa Icelandair, þar sem að baki hverrar bókunar getur verið fjöldi farþega. Hún segir að heildarandvirði þessara bókana sé ekki gefið upp.

Í skriflegu svari Ásdísar við fyrirspurn Fréttastofu RÚV kemur fram að nú séu um 35.000 beiðnir um endurgreiðslu eða inneign útistandandi. 

Hún segir að talsvert lengri tíma hafi tekið að afgreiða beiðnir um endurgreiðslur en gert var ráð fyrir, bæði hafi þær verið margar og þá hafi meirihluti starfsmanna Icelandair verið í hlutastarfi um tíma.