Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Fjórðungi starfsmanna Kastrup flugvallar sagt upp

06.08.2020 - 07:27
epa07528924 Passengers at the arrivals hall during a pilots strike at Copenhagen Airport in Kastrup, Denmark, 26 April 2019. Danish pilots of Scandinavian Airlines (SAS) have gone on strike after not reaching an agreement with their company on wages and working hours. The airline said it had to cancel some 673 flights affecting over 72,000 passengers.  EPA-EFE/Philip Davali DENMARK OUT
 Mynd: EPA - RÚV
Fjórðungi starfsmanna flugvallarins í Kastrup í Danmörku hefur verið sagt upp. Gríðarleg fækkun farþega vegna heimsfaraldurs minnkar þörf fyrir starfólk og því verður 650 af um 2600 starfsmönnum flugvallarins sagt upp störfum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugvellinum. Uppsagnirnar eiga við um fólk í fullu starfi.

Flugfarþegar sem fóru um Kastrup voru um 151.00 í júní, um 40.000 í maí og rúmlega 13.000 í apríl. Um 4, 8 milljónir farþega fóru um flugvöllinn fyrstu þrjá mánuði ársins. Í fyrra fóru þrjátíu milljónir farþega um flugvöllinn, um fjórum sinnum meira en á Íslandi.

Í hálfs árs uppgjöri fyrirtækisins kom fram að fyrirtækið hefði tapað 163 milljónum danskra króna, um 3 og hálfum milljarði íslenskra króna. Til samanburðar hagnaðist flugvöllurinn um 683 milljónir danskra króna á sama tíma í fyrra eða tæpa 15 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi.