Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Sex hafa látist af völdum stormsins Isaias

05.08.2020 - 06:24
epa08583937 A man walks past an up rooted tree in lower Manhattan as Tropical Storm Isaias passes through New York, New York, USA, 04 August 2020. The storm, which made landfall as hurricane in the southeastern part of the the United States, is forecasted to bring strong winds and rain to the region.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Minnst sex hafa látið lífið á norðausturströnd Bandaríkjanna, þar sem hitabeltisstormurinn Isaias geisar nú af ógnarkrafti. Stormurinn skall á austurströndinni í gær og hefur valdið þar miklu tjóni. Tvö létust þegar hvirfilbylur þeytti húsbíl langar leiðir, ein kona dó þegar flóð hrifsaði bílinn sem hún ók og tré sem stormurinn felldi hafa orðið þremur að fjörtjóni.

 

Milljónir manna eru eða hafa verið rafmagnslausar um lengri eða skemmri tíma vegna óveðursins, þar á meðal í New York, þar sem um 870.000 manns voru rafmagnslaus í gærkvöld, að sögn ríkisstjórans Andrews Cuomos. 

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV