Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Rafmagnslaust víða á Norðurlandi

05.08.2020 - 11:08
Rafmagnslaust á Glerártorgi 5. ágúst 2020
 Mynd: RÚV
Rafmagnslaust er í öllum Eyjafirðinum, Vaðlaheiði og á Akureyri. Rafmagnslaust varð á sjúkrahúsinu á Akureyri. Það er nú keyrt á varafli. Einnig er rafmagnslaust víða í miðbænum.

Bilunin er í kerfi Landsnets í tengivirki á Rangárvöllum. Það nái til alls Eyjafjarðar, norður á Siglufjörð og eitthvað inn í Fnjóskadal, samkvæmt Einari Einarssyni, upplýsingafulltrúi Landsnets. Það sé ekki búist við langvinnu rafmagnsleysi. 

Í tillkynningu frá Rarik frá 11:06 segir „Rafmagnstruflun er í gangi í landskerfinu á Norðurlandi og er verið að vinna í að byggja upp kerfið Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof.“

Fréttin var uppfærð 11:11.

Rafmagnslaust á Glerártorgi 5. ágúst 2020
 Mynd: RÚV
Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV