Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Rafmagnið komið aftur á á Akureyri

05.08.2020 - 13:35
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Rafmagnið er komið aftur á á Akureyri og unnið ar að því að gera við Dalvíkurlínuna og restina af kerfinu. Ef allt gangi að óskum á rafmagnið að koma á alls staðar innan skamms.

Þetta segir Einar S. Einarsson framkvæmdastjóri hjá Landsneti.

Mistök við viðgerðarstörf líklega orsökin

Hann segir fyrstu greiningar benda til þess að mannleg mistök við viðgerðarstörf hafi orðið til þess að skammhlaup varð í tengivirkinu á Rangárvöllum ofan Akureyrar í morgun þannig að kerfið sló út í öllum Eyjafirði og norður á Ólafsfjörð og inn í Fnjóskadal. Einn var fluttur á sjúkrahús, hann er talinn „hafa sloppið fyrir horn,“ samkvæmt Einari.

Rafmagnstruflanir voru í tengikerfinu uppúr hálftíu í morgun vegna bilunar og sarfsmenn Landsnets voru að kanna hana þegar sló út.