„Og fyrirskipaði ráðherra að nú skyldi kampavínið sótt“

Mynd: RÚV / RÚV

„Og fyrirskipaði ráðherra að nú skyldi kampavínið sótt“

05.08.2020 - 13:46
Ólympíuleikarnir 2008 í Peking eru til umfjöllunar í níunda þætti Ólympíukvölds á RÚV í kvöld kl. 19:40. Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann þá til silfurverðlauna.

Í spilaranum hér að ofan má sjá brot úr þættinum, þar sem Guðjón Valur Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreiðsnar, og Adolf Ingi Erlingsson, fyrrum íþróttafréttamaður, eru gestir í settinu hjá Kristjönu Arnarsdóttur. Þá er sýnt brot úr frétt sem eftir leik íslenska landsliðsins þar sem segir: „Mikil sigurgleði braust út þegar leikurinn var flautaður af og fyrirskipaði ráðherra að nú skyldi kampavínið sótt,“ en Þorgerður Katrín var menntamálaráðherra árið 2008.

Þá er ýmislegt annað til umfjöllunar í þættinum í kvöld  meðal annars hinn ótrúlegi Usain Bolt. Hann setti heimsmet í bæði 100 og 200 metra hlaupi á leikunum. Hann hljóp þá 100 metrana á 9,68 sekúndum og 200 metrana á 19.31 sekúndu.

Ólympíukvöld er á dagskrá RÚV í kvöld klukkan 19:40.