Hvasst og úrkoma í bítið við suðausturströndina

05.08.2020 - 06:14
Mynd með færslu
 Mynd: Þorvarður Árnason - Hornafjörður
Það er austan og norðaustanátt á landinu í dag og til miðnættis, 8 - 15 metrar á sekúndu en heldur hvassara við suðaustur-ströndina. Talsverð úrkoma er þar fram eftir morgninum.

Þetta kemur fram í veðurspá Veðurstofu Íslands.

Snýst í sunnan 3-10 metra á sekúndu og dregur úr úrkomu eftir hádegi, fyrst syðst, og léttir til um norðaustanvert landið seinnipartinn. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast norðaustanlands.

Horfur á landinu næstu daga: Fremur hægar suðlægar áttir. Væta á köflum og heldur svalt, einkum sunnan og vestantil, en úrkomulítið, bjart með köflum og yfirleitt hlýtt í veðri norðaustanlands.

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi