Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Brunarannsókn miðar vel - gæsluvarðhald til 11. ágúst

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna á Bræðraborgarstíg í Reykjavík 25. júní síðastliðinn miðar vel og er hún langt komin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn daginn sem eldurinn kom upp og hefur hann verið í haldi lögreglu síðan þá á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Í tilkynningunni segir að gæsluvarðhaldið renni út 11. ágúst, en ekki 6. ágúst eins og áður hefur komið fram í tilkynningu.

Ákvörðun um kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald mun liggja fyrir í byrjun næstu viku. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald 9. júlí vegna gruns um að hafa kvekt í húsinu, en hann hafði áður verið í varðhaldi frá 26. júní.