Vilja fresta tilslökunum vegna fleiri smita í Danmörku

04.08.2020 - 18:19
Erlent · COVID-19 · Danmörk · Evrópa
Mynd: DR / DR
Kåre Mølbak, hjá Statens Serum Institut, rannsóknastofnun ríkisins í ónæmisfræðum í Danmörku, segir að vegna fjölgunar smita undanfarna daga yrði það mikil áhætta að slaka frekar á sóttvarnareglum.  

Mikil fjölgun í Árósum

27 af þeim 77 smitum sem greindust voru í Árósum. Jakob Bundsgaard, borgarstjóri Árósa, er áhyggjufullur. Um helgina greindust 50 smit í Árósum og nú er verið að athuga hvort þau tengist hátíðarhöldum um síðustu helgi vegna þess að fótboltalið borgarinnar, AGF, vann bronsverðlaun í dönsku deildinni. Bronsverðlaunin urðu borgarbúum tilefni til fagnaðar, því þetta er besti árangur AGF um langt árabil.

Heilbrigðisráðherra vill fara varlega

Heilbrigðisráðherra Danmerkur, Magnus Heunicke, sagði í kvöld í viðtali við danska ríkissjónvarpið að ríkisstjórnin ætlaði að stíga varlega til jarðar, ekki mætti stefna í hættu þeim árangri sem hefði náðst í Danmörku.

 

bogia's picture
Bogi Ágústsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi