
Trump gagnrýnir Birx opinberlega í fyrsta sinn
So Crazy Nancy Pelosi said horrible things about Dr. Deborah Birx, going after her because she was too positive on the very good job we are doing on combatting the China Virus, including Vaccines & Therapeutics. In order to counter Nancy, Deborah took the bait & hit us. Pathetic!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 3, 2020
Trump hefur ekki áður gagnrýnt Birx opinberlega en hún stjórnar nú viðbragðsteymi Hvíta hússins í baráttunni við faraldurinn. Forsetinn segir hana hafi fallið í gildru sem Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings lagði fyrir hana. Það væri aumlegt.
Pelosi sagðist fyrr í vikunni ekki treysta orðum Birx fullkomlega vegna þeirra röngu upplýsinga sem bærust frá forsetanum. Skilja má það þannig að Pelosi hafi þótt Birx óeðlilega jákvæð í orðum sínum um árangur Bandaríkjastjórnar í viðureigninni við veiruna.
Trump kom sér undan að svara blaðamönnum nákvæmlega um hvað hann meinti með tístinu. Hann sagði að Bandaríkin hefðu náð jafn góðum árangri og hvert annað ríki, hann bæri mikla virðingu fyrir Birx og að Pelosi hefði komið illa fram við hana. Hún hefði átt að halda sig við að fagna því sem áunnist hefði.
Deborah Birx sjálf kvaðst ætla að halda áfram að beita vísindalegri þekkingu sinni og áratuga reynslu til að unnt væri að bjarga fleiri mannslífum.