
Segja framferði Bandaríkjanna hreint og klárt einelti
„Þetta gengur gegn öllum grunvallarreglum markaðarins og eins gegn reglum Alþjóða viðskiptamálastofnunarinnar um gagnsæi og bann við mismunun,“ sagði talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins í dag.
Trump hafði áður hótað að banna smáforritið í Bandaríkjunum vegna mögulegs öryggisleka og meintra njósna Kínastjórnar í gegnum það. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, hefur lýst sig sammála þessum fyrirtætlunum Trump. Rannsókn á Tik Tok er í gangi í Bandaríkjunum á grundvelli öryggishagsmuna ríkisins. Ástæðan sem gefin hefur verið er sú að í appinu er persónuupplýsingum safnað og samkvæmt reglum í Kína ber fyrirtækinu að afhenda þær kínverska ríkinu, óski það eftir því.
Wang sagði á fundinum í dag að bandarísk yfirvöld hafi ekki sýnt fram á neinar sannanir þess efnis að Tik Tok ógni öryggi Bandaríkjanna. Einfaldlega sé verið að beita þessum rökum, um ógn við öryggi, í pólitískum tilgangi til að kúga erlent fyrirtæki.
Microsoft hefur verið í viðræðum við kínverska fyrirtækið ByteDance, sem á Tik Tok, um kaup á starfseminni í Bandaríkjunum.