Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Óvissuástand eins og nú er getur valdið áhyggjum

04.08.2020 - 15:49
Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan
Alma D Möller, landlæknir segir að óvissuástand eins og nú er valdi mörgum áhyggum. Hún bendir fólki á að á covid.is megi finna ráð til þeirra sem hafa áhyggjur og þurfa hjálp og einnig sé hægt að hringja í  síma Rauða krossins 1717 eða hafa sambandi við netspjallið. Þjónustan er ókeypis fyrir alla

Landlæknir ræddi um líðan fólks á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Hún segir að allir voni að það takist fljótt að kveða niður sýkinguna sem brotist hefur út. Óvissa eins og er núna geti valdið mörgum kvíða og áhyggjum.

„Og þá ætla ég að minna á að á covid.is er hnappur sem heitir Líðan okkar og þar er að finna gagnleg ráð og upplýsingar fyrir þá sem hafa kvíða og áhyggjur.  Og síðan vil ég að viðhöfðu samráði við Rauða krossinn minna á símann 1717 og netspjallið fyrir þá sem hafa áhyggjur og þurfa ráðgjöf.
 

Mynd með færslu
 Mynd: _ - raudikrossinn.is