Októ­ber­fest SHÍ frestað um óákveðinn tíma

04.08.2020 - 15:42
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara átti fram í september hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni.

Ætla að ýta á bremsur

Í tilkynningu segir að tekin hafi verið ákvörðun um að sýna samfélagslega ábyrgð í ár og fresta Októberfest um óákveðinn tíma. „Hátíðin hefur vaxið og dafnað á síðustu árum og var hátíðin í fyrra sú stærsta síðan við byrjuðum. Í ár ætluðum við að toppa okkur enn frekar og sprengja skalann, en vegna ástandsins í samfélaginu ætlum við að ýta á bremsurnar og eiga það inni,“ segir í tilkynningu. 

„Erum ekki búin að afskrifa neitt“

Guðný Ljósbrá Hreinsdóttir, varaforseti SHÍ og samskiptafulltrúi hátíðarinnar segir útilokar ekki að hátíðin verði seinna í vetur. „Við erum ekki búin að afskrifa hátíðina. Við munum bara reyna að aðlaga henni þeim aðstæðum sem verða í vetur, hugsanlega færist hún inn og styttist um einn dag en það verður bara að koma í ljós, “ segir Guðný. 

„Auðvitað var sárt að þurfa að taka þessa ákvörðun en við fylgjum auðvitað þeim reglum sem eru í gildi í samfélaginu. Við biðum eins lengi og við gátum með að taka ákvörðun og þetta varð niðurstðan.“

Hún segir allt skipulag hátíðarinnar í ár hafa miðast við að svona gæti farið. „Við vorum alveg undirbúin undir það að þetta gæti þurft að færast til þannig að það er svosem ekkert tjón fyrir okkur. Þetta var samt auðvitað sárt.“

Óðinn Svan Óðinsson
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi