Norðurlandamótinu í júdó frestað

Mynd með færslu
Þrír HM-farar Íslands, frá vinstri Jón Þór Þórarinsson, Egill Blöndal og Sveinbjörn Iura. Mynd: Júdósamband Íslands

Norðurlandamótinu í júdó frestað

04.08.2020 - 11:26
Búið er að fresta Norðurlandamótinu í júdó en mótið átti að fara fram í Laugardalshöll dagana 12.-13. september.

Um 300 keppendur frá Norðurlöndunum voru væntanlegir hingað til lands en ljóst er að vöxtur kórónuveirufaraldursins hér á landi hefur sett stórt strik í reikninginn. 

Stefnt er að því að halda næsta Norðurlandamót á Íslandi í apríl á næsta ári.