Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Ljósleiðari í sundur við Hveragerði

04.08.2020 - 17:44
Mynd með færslu
 Mynd: Kristi Blokhin - Shutterstock
Ljósleiðari fór í sundur um miðjan dag rétt austan við Hveragerði. Verktaki gróf í sundur strenginn. Viðgerðarmenn frá Mílu fóru strax á staðinn til að gera við og er enn verið að koma saman strengnum.

Samkvæmt upplýsingum frá Símanum hafa viðskiptavinir á suður og austurlandi fundið fyrir truflunum á netsambandi.  Ljósleiðarinn er hringtengdur um landið, og því þarf netsambandið að fara austurleiðina þegar hringtengingin er rofin. Því er netsambandið hægara.

Hjá Vodafone fengust þær upplýsingar að bilunin hefði fyrst og fremst áhrif á útvarpsdreifingu í gegnum ljósleiðara, en netsamband ætti að vera í lagi. Ekki fengust upplýsingar um útbreiðslu bilunarinnar og hver áhrifin væru nákvæmlega.

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV