Hundruð særð eftir gríðarlega öfluga sprenginu í Beirút

04.08.2020 - 16:18
Erlent · Asía · Líbanon
epa08583643 An image made with a mobile phone showing a general view of the harbor area with smoke billowing from an area of a large exoplosion, with damage and debris after a large explosion rocked the harbor area of Beirut, Lebanon, 04 August 2020. According to reports, several people have been injured and large area badly damaged.  EPA-EFE/WADEL HAMZEH
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Öflug sprenging varð í Beirút, höfuðborg Líbanon, fyrir skömmu. Þykkur reykmökkur er yfir borginni og fréttaritari Al Jazeera í Beirút segir að fólk sé skelfingu lostið. Heilbriðisráðherra landsins segir að hundruð séu særð og eyðilegging mikil.

Sprengingin varð á hafnarsvæðinu í borginni en enn hefur ekki verið staðfest hvað olli henni. Líkt og sést á myndskeiðum hér að neðan var hún gríðarlega öflug. 

Svo virðist sem sprengingarnar hafi verið fleiri en ein. Ekki hefur verið staðfest hvort einhver dauðsföll hafi orðið en haft er eftir Hamad Hassan, heilbrigðisráðherra Líbanon, að hundruð séu særð og eyðileggingin sé mikil. Samkvæmt líbanska miðlinum MTV eru minnst sex séu látnir. 

Myndskeið frá götum Beirút sýna að fjöldi bygginga og bifreiða hefur eyðilagst í sprenginunni. Rúður brotnuðu í húsum víða um borgina við sprenginuna.  Ástandið hefur lengi verið slæmt í landinu og hefur það versnað til muna síðustu mánuði. Efnahagurinn er algjörlega í rúst og fjölmenn mótmæli hafa verið síðustu daga og vikur.

olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi