Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Halldóra og Ingi dómarar við Héraðsdóm Reykjaness

04.08.2020 - 12:21
Mynd með færslu
 Mynd: www.stjornarrad.is
Dómsmálaráðherra hefur skipað Halldóru Þorsteinsdóttur og Inga Tryggvason dómara við Héraðsdóm Reykjaness. Halldóra tók við embættinu 1. ágúst en Ingi tekur við 31. ágúst.

Halldóra lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands árið 2010 og hefur síðan meðal annars starfað sem aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt Íslands og sem lektor við lagadeild Háskólans Reykjavík. Þá hefur hún gegnt starfi formanns áfrýjunarnefndar neytendamála og ritað fræðigreinar á ýmsum sviðum lögfræðinnar, að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Ingi lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands árið 1989. Hann var fulltrúi Héraðsdóm Vesturlands frá 1994 til 1998 og var á því tímabili settur héraðsdómari í nokkur skipti. Hann hefur rekið eigin lögmannstofu og fasteignasölu síðan árið 1999, samhliða því að sinna ýmsum stjórnsýslustörfum.

Uppfært klukkan 13:33: Frétt og fyrirsögn voru leiðréttar. Áður stóð að Halldóra og Ingi hefðu verið skipuð dómarar við Héraðsdóm Reykajvíkur. Hið rétta er að þau hafa verið skipuð dómarar við Héraðsdóm Reykjaness.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir