Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Hafa ekki enn innlimað hluta Vesturbakkans í Ísrael

04.08.2020 - 08:14
Mynd: EPA / EPA
Yfirvöld í Ísrael hafa ekki enn innlimað hluta Vesturbakkans í Ísrael líkt og til stóð að gera. Palestínskt blaðakona segir að innlimun á stórum hluta svæðisins sé í raun löngu hafin en formleg staðfesting gefi þeim grænt ljós á að flýta öllu ferlinu bregðist alþjóðasamfélagið ekki við.

Vesturbakki Jórdan, oftast kallaður bara Vesturbakkinn, hefur verið undir hernámi Ísraels í áratugi eða allt frá Sex daga stríðinu 1967. Grafík inn Til Vesturbakkans telst rúmlega 5.600 ferkílómetra svæði. Samkvæmt Óslóarsamkomulaginu er honum skipt upp í nokkur svæði, eitt sem Palestínumenn ættu að ráða yfir, annað þar sem Palestínumenn og Ísrael ættu að fara með sameiginlega stjórn og svo þriðja svæðið sem Ísraelar ráða yfir sem er um 60 prósent af Vesturbakkanum. Þar hafa verið byggðar minnst 250 landtökubyggðir og í þeim búa yfir 600 þúsund manns.

„Þú verður að muna að þetta eru ekki bara landtökufólk,“ segir Mariam Barghouti blaðamaður. Fréttastofa ræddi við hana frá Ramallah. „Með þeim koma einnig ísraelskur her og hermenn sem verja það. Þetta er ekki bara landtakan, heldur líka herstöðvar sem dreifðar eru um Vesturbakkann.“

Íbúar landtökubyggða fá ýmis konar fríðindi, til dæmis greiða þeir lægri skatta. Landtökubyggðum fylgir líka vegakerfi, sem tengir þær við Ísrael.

„Þau hafa sundrað okkur. Það eru götur á Vesturbakkanum sem eru aðeins fyrir ísraelskt landtökufólk eða ferðamenn. En ekki fyrir Palestínumenn. Palestínumenn eru ekki leyfðir þar.“

epa08231209 A general view of the Israeli  separations barrier at the Palestinian town of A-Ram north of Jerusalem , in the background  the Israeli settlement of Neve Yaakov, 20 February 2020. Israeli Prime Minister Benjamin announced a plan to build up to 3,000 new houses in Jerusalem settlements.  EPA-EFE/ATEF SAFADI
 Mynd: EPA

„Svo eru smærri landtökubyggðir þar sem búa einungis nokkur hundruð og svo stærri byggðir eins og Ariel og Maále Adumim. Þær svipa til smárra borga,“ segir Barghouti.

Svæðin sem eru byggð eru ekki valin af handahófi. Byggðirnar eru iðulega uppi á hæðum í kringum palestínsk þorp og borgir en einnig á landi sem er ríkt af auðlindum.

„Og hafa svipmót af samyrkjubúunum frá því fyrir stofnun Ísraelsríkis; tekið er landsvæði þar sem kleift er stunda sjálfbæran sjálfsþurftarbúskap samtímis því að slíkt gengur ekki fyrir Palestínumenn. Og þess vegna erum við enn efnahagslega háð Ísraelum, háð þeim med heilbrigðisþjónustu og aðgengi ad auðlindum. Við kaupum til baka af þeim vatnið okkar og raforku og þannig verður til ákveðið fyrirkomulag,“ segir Barghouti.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Hingað til hafa þessi svæði ekki talist hluti af Ísraelsríki en í vor tilkynnti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, að nú væri tími til kominn að viðurkenna landtökubyggðir sem hluta af Ísrael og hann hyggðist hefja innlimun þeirra fyrsta júlí. Því var svo frestað vegna kórónuveirufaraldursins.

„Yfirlýsingin 1. júlí var eiginlega bara yfirlýsing til að koma fastri skipan á innlimunina frekar en að hefja innlimun ákveðinna hluta Vesturbakkans. Og fólk ætti að gera sér ljósan þennan mun; að innlimun í raun og sann hefur staðið yfir í áratugi.“

Innlimuninni hefur verið mótmælt bæði í Palestínu og í Ísrael. Tíst í grafík Þá hefur fjöldi stjórnmálaleiðtoga fordæmt þessar fyriráætlanir sem brot á alþjóðalögum. Þeirra á meðal Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

En bandarísk stjórnvöld hafa lagt blessun sína yfir þetta, gefið þessu blessun sína, innlimun á landtökubygðgum er í raun skrifuð inn í friðaráætlun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sem kynnt var með viðhöfn fyrr á árinu.

Palestínumenn hafa mótmælt áætluninni harðlega og það hefur ísraelskt landtökufólk einnig gert. Þeim hugnast ekki að til standi að viðurkenna palestínskt ríki á hluta landsvæðisins.

„Hvorki Trump né Biden tekst að skaða Gyðinga í landi Ísraels. Allt landið hér er okkar eign; Abraham, Ísak og Jakob var heitið því,“ segir Barghouti.

epa08243671 Israeli Prime Minister Benjamin Netanyahu (C) checks the area map during visit to Ariel settlement in the West Bank, 24 February 2020.  EPA-EFE/SEBASTIAN SCHEINER / POOL
 Mynd: EPA

Formleg innlimun á hluta Vesturbakkans breytir kannski ekki miklu fyrir daglegt líf Palestínumanna akkúrat á þeirri á þessari stundu, segir hún.

„Ef þetta gengur eftir og formlega verður heimilt að segja svæðið hluta af ríkinu þá er það viðurkenning á öllu sem þeir hafa gert og öllu sem þeir gera nema nú mun hraðar.“

„Innlimun er ekki merkimiði eða orð á blaði heldur er hún í reynd ástunduð og er nú í gangi, hefur verið í gangi og verður áfram í gangi svo lengi sem enginn er dreginn til ábyrgðar,“ segir Barghouti.

epa08510171 Overview of Israeli settlement Efrat in the Gush Etzion settlement block, the West Bank, 16 June 2020 (issued 26 June 2020). The Israeli government plans to extend its control over the West Bank by annexing more than 200 Israeli settlements from 1 July, a move that has been widely condemned by the international community apart from the US-backed plan, which US president Donald Trump and Israeli prime minister Benjamin Netanyahu have called ?the deal of the century?.  EPA-EFE/ABIR SULTAN ATTENTION: This Image is part of a PHOTO SET
 Mynd: EPA