Þrjátíu prósentum fleiri Bretar hafa flutt til ríkja Evrópusambandsins á hverju ári frá því að Brexit var samþykkt 2016, að því er dagblaðið Guardian segir frá í dag. Þá hefur þeim fjölgað mjög sem hafa sótt um ríkisborgararétt í ESB-ríkjum.
Í frétt Guardian segir að rúmlega 70 þúsund Bretar hafi fengið þýskt ríkisfang. Búist er við að þau verði orðin um 120 þúsund við lok ársins, þegar aðlögunartíma Brexit lýkur. Samkvæmt útgöngusamningi Breta og ESB geta breskir þegnar ekki lengur flutt hindrunarlaust til ESB-ríkja og það er ástæða þess að svo margir Bretar hafa skipt um ríkisfang.