Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Fleiri Bretar fluttu til ESB landa eftir Brexit

04.08.2020 - 11:49
Erlent · Bretland · Brexit · ESB · Evrópusambandið · Evrópa
epa08178728 An anti-Brexit demonstrator holds British-European flags in front of the European Parliament to express their dissatisfaction at Luxembourg place in Brussels, Belgium, 30 January 2020. Britain's withdrawal from the EU is set for midnight CET on 31 January 2020, as the Withdrawal Agreement was approved by the European Parliament on 29 January evening.  EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ
 Mynd: EPA
Þrjátíu prósentum fleiri Bretar hafa flutt til ríkja Evrópusambandsins á hverju ári frá því að Brexit var samþykkt 2016, að því er dagblaðið Guardian segir frá í dag. Þá hefur þeim fjölgað mjög sem hafa sótt um ríkisborgararétt í ESB-ríkjum.

Í frétt Guardian segir að rúmlega 70 þúsund Bretar hafi fengið þýskt ríkisfang. Búist er við að þau verði orðin um 120 þúsund við lok ársins, þegar aðlögunartíma Brexit lýkur. Samkvæmt útgöngusamningi Breta og ESB geta breskir þegnar ekki lengur flutt hindrunarlaust til ESB-ríkja og það er ástæða þess að svo margir Bretar hafa skipt um ríkisfang.