Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Fer undir 11% í Icelandair

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Bragi Valgeirsson - RÚV
Bandaríski vogunarsjóðurinn PAR Capital Management, næststærsti hluthafi í Icelandair Group, heldur áfram að minnka hlut sinn í félaginu. Þetta kemur fram á nýjum lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins. Hlutur PAR er nú kominn niður i 10,99%, en var 11,04% þegar listinn var síðast birtur í síðustu viku.

PAR Capital Management var í byrjun ársins stærsti hluthafinn í samsteypunni með yfir 13%  hlut, en það vakti athygli þegar sjóðurinn keypti 11,5% hlut í apríl í fyrra þegar félagið var endurfjármagnað. Sjóðurinn hefur selt bréf sín í smáskömmtum undanfarna mánuði.

Lífeyrissjóður verslunarmanna er nú stærsti hluthafi í Icelandair með 11,81% hlut,  PAR er næststærsti hluthafinn, Gildi lífeyrissjóður er sá þriðji stærsti með 7,24% og Birta lífeyrissjóður kemur þar á eftir með 7,07%.