Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Færeyskir karlmenn nokkuð fleiri en konur

04.08.2020 - 02:22
Mynd með færslu
Þórshöfn í Færeyjum. Mynd: Stig Nygaard - WikiCommons
Nú eru karlmenn í Færeyjum um 15 af hundraði fleiri en konur. Þetta kemur fram í frétt og stuttri heimildamynd á vefsíðunni Local.fo. Færeyingar eru nú um 50 þúsund talsins.

Ástæðan fyrir þessum mun er sögð sú að líklegra sé að konur flytji brott af eyjunum en karlar. Þær leiti sér frekar menntunar erlendis og snúi ekki aftur meðan þeir vilji búa þar áfram og sækja sjóinn.

Landsstjórnin er nú með átak sem á að laða fleira fólk að eyjanna og draga úr brottflutningi kvennanna. Meðal annars stendur til að auka úrval námsleiða í háskólanum og fjölga atvinnutækifærum.

Í frétt Local kemur fram að nú hafi um tvöhundruð konur frá Asíu, einkum ættaðar frá Filipseyjum og Tælandi, flust til eyjanna og uni hag sínum vel.