„Alveg rétt, þetta var skakka stökkið”

Mynd: RÚV / RÚV

„Alveg rétt, þetta var skakka stökkið”

04.08.2020 - 08:40
Áttundi þáttur Ólympíukvölds verður á dagskrá RÚV í kvöld en þar verða leikarnir í Aþenu 2004 til umfjöllunar. Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari er á meðal gesta en Þórey Edda endaði í fimmta sæti í stangarstökkskeppninni sem var vægast sagt æsispennandi.

Spennan í stangarstökkskeppni kvenna í Aþenu var gríðarlega spennandi. Þar var Þórey Edda Elísdóttir á meðal keppenda. Hin rússneska Yelena Isinbayeva stóð uppi sem sigurvegari en Isinbayeva stökk 4,91 metra og setti heimsmet. 

Þórey Edda mundi afskaplega lítið eftir keppninni þegar stökk hennar voru rifjuð upp í Ólympíukvöldi. 

Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Samúel Örn Erlingsson lýstu keppninni á sínum tíma og má heyra lýsingu þeirra og viðbrögð Þóreyjar í spilaranum hér að ofan.

Ólympíukvöld er á dagskrá RÚV í kvöld kl. 19:40.